Fyrsti fundur vetrarins
Við hittumst árlega upp úr miðjum ágúst. Hefð er fyrir að hittast í fiskispúpu hjá Rósu. Hver Kilja leggur til tvær bækur og klúbburinn velur síðan eina bók og við setjum upp fundaröð. Sú sem "á" bókina sér um að boða fund (viðburður í facebook hópnum) og stjórnar umræðum. Sjá nánar hér að neðan um hlutverk stjórnanda:
Stjórnandi sér um:
- að ákveða staðsetningu leshrings (kaffihús, heimahús)
- að stjórna faglegri umræðu í leshring (spurningar)
- að fræða leshringinn (um höfund bókar eða annað ítarefni)
- að vera sérlega skemmtilegur þetta kvöld :0)
- skemmtiefni (frjálst er að stinga upp á kvikmynd, fyrirlesara o.fl. - ekki nauðsynlegt)
Aðrir viðburðir eins og leikhús, bók og bíó, bókaupplestur úti í bæ og fl. er skipulagt eftir hendinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli