laugardagur, 16. september 2023

Bækur vetrarins valdar - þýskt þema með tvisti   

Hittumst hjá Rósu 2. september.  Birna og Ragna voru fjarverandi og því valdi hópurinn bækur fyrir þær.



fimmtudagur, 31. ágúst 2017

Bækur vetrarins valdar

Hittumst 31. ágúst hjá Rósu og völdum bækur vetrarins. Listinn spennandi að venju og erfitt að velja úr því sem lagt var til.

Bækur sem náðu ekki inn í þetta sinn voru m.a.1984 eftir Geoge Orwell, Milljón holur eftir Louis Sachar, Hús tveggja fjölskylna eftir Lynda Cohen Loigman.

Allir gátu mætt nema Birna.

sunnudagur, 4. september 2016

Hittumst 18. ágúst hjá Rósu til að skipuleggja veturinn.  Allar gátu mætt nema Birna sem var ekki í bænum.

Myndir:

 


sunnudagur, 30. ágúst 2015

Veturinn 2015-2016 skipulagður

Hittumst 20. ágúst hjá Rósu til að skipuleggja veturinn.  Allar gátu mætt nema Birna sem var í brúðkaupsferð.

þriðjudagur, 9. september 2014

Veturinn 2014-2015 skipulagður

Hittumst  að venju hjá Rósu til að skipuleggja veturinn. Þema vetursins verður "kerlingabækur" - sjá listann hér.  Reyndar fær einn karlhöfundur að fljóta með en þar sem umfjöllunarefnið er kona og leikritið er sýnt í Þjóðleikhúsinu þá ákváðum við að það myndi sleppa.   Á áætlun er að fara að sjá Karítas í leikhúsinu líka.

þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Smásagan eftir Alice Monro


Free Radicals eftir Alice Munro

Fyrsti fundur vetrarins 2013-2014

Allar Kiljur mættar hjá Rósu 15. ágúst.  Borðuðum fiskisúpu og ostaköku.
Heyrst hefur að við séum kallaðar snobbaði leshringurinn og að sjálfsögðu erum við stoltar af því og gerum allt til að standa undir nafni.

Við ákváðum bækur fyrir veturinn sjá hér, sérlega glæileg dagskrá framundan. Síðan gerðum við æfingu sem hafði þann tilgang að gera góðan leshring enn betri.

Útkoma úr gulumiðaæfingunni:
  • Ein kilja ;-) kemur allaf með ljóð og les upp á hverjum fundi - Birna er fyrst
  • Við ætlum að setja TED talks linka inn á facebook
  • Sú sem er með fund kemur með meiri bakgrunnsupplýsingar um höfund verks og verkið sjálft  en hefur tíðkast hingað til
  • Meiri fókus/styrkari stjórn (sú sem er með fund) og agi - klára dagskrána og bíða með kjaftagang þangað til síðast :-)
  • Hittast á sunnudagseftirmiðdögum
  • Hitta aðra leshringi  (Dómhildur og Halla fengu þetta verkefni)
  • Hafa vorferð og jafnvel sumarbústaðarferð
  • Fara í leikhús
  • Fá rithöfund í heimsókn/hitta
  • Við ætlum kannski að skrifa bókmenntarýni fyrir Kjarnann - Birna heldur því lifandi
  • Setja upp vef fyrir hringinn
    • Fyrir svona stöff eins og hér
    • Hvað gerist á fundum
    • Einkunnargjöf fyrir bækur
  • Læsa stærri, erfiðari bækur í nokkrum hlutum
  • Lesa lágmenningarlegt efni - Íslfólkið, Morgan Kane, Tinna, tímarit, Andés Önd, Moggann, Sannar sögur, Barböru Cartland
  • Velja þema fyrir vetur (var of seint núna)